Styrktarmarkaðssetning (sponsorship) krefst ákveðinnar skuldbindingar af hálfu styrktaraðila. Allt of oft tekur maður eftir styrktaraðilum sem engan áhuga hafa á þeirri eign / vörumerki sem þeir eru að tengjast, og litið er á þetta sem hálfgerða kvöð. Hér á undirritaður auðvitað ekki við um það þegar fyrirtæki kaupir styrktarlínu eða 3m skilti við fótboltavöll, en að tengja nafn fyrirtækis heilu íþróttamóti sem tengist þúsundum Íslendinga krefst ákveðinnar stefnumótunar og festu.
“Um okkur” kostanir er ákveðin hugsunarháttur sem íslensk fyrirtæki hafa tamið sér oft því miður. Fyrirtækið greiðir milljónir og í staðinn er hægt að nálgast upplýsingar um mótið / atburðinn etc á “um okkur” hluta vefsíðu fyrirtækisins.
Ég var um daginn að leita að upplýsingum um N1 deildina í handknattleik á netinu. Nú vil ég auðvitað byrja á að hrósa, sýnileiki N1 er mikill, og þeir hafa gert margt vel í að tengja sig þessari íþrótt, sem jú stundum er nefnd þjóðaríþrótt Íslendinga. Hinsvegar varð ég fyrir eilitlum vonbrigðum þegar ég googlaði “N1 deildin” nýverið.
Þá kom upp þessi hefðbundna “um okkur” nálgun en ekki nóg með það, heldur voru nýjustu fréttirnar af Íslandsmótinu í fyrra. Núna liggur fyrir úrslitakeppnin, en ekkert er verið að gera þarna á netinu til að fullnýta kostunina. Það má ekki gleyma því, að hlutverk styrktaraðila er ekki að tengja fólk við sögu vörumerkisins, heldur að tengja vörumerkið inní líf og hugarefni fólksins.
Hér mætti N1 nýta sér kosti samfélagsmiðla mun frekar í stað þess að beina slíku efni á heimasíðu sína, Pepsi deildin á Facebook er gott dæmi um ágætlega heppnaða tilraun til að kveikja í íþróttaaðdáendum og um leið að tengja vörumerkið enn frekar viðkomandi íþróttaatburð.
SSteinn
May 4, 2010 at 11:40 am
Fín grein