Það er ekki flókið að setja upp Youtube rás – það á reyndar bara við ef þú hefur gert það áður 🙂 En ef þú hefur ekki gert það áður getur þú sparað þér mikinn tíma ef þú fylgir þessum einföldu leiðbeiningum 🙂
Hér á eftir eru upplýsingar um allt sem þú þarft að vita til að setja upp Youtube rás og byrja að byggja upp áhorf.
Ástæða þess að setja upp Youtube rás er einföld – yfir 70% af allri netumferð er myndabandsefni og daglega er horft á um 5 milljarða myndbanda á Youtube, það er fimm og níu núll! Ef þú ætlar að stunda efnismarkaðssetningu eða inbound marketing, eru myndbönd mikilvæg leið til að draga að áhugasama.
Það er vinna að búa til myndbönd og því er nauðsynlegt að setja rásina rétt upp svo þú náir að draga að rétta áhorfendur.
Youtube er hluti af Google.
Til að nota þjónustuna þarftu að setja upp Google aðgang. Þú getur notað Gmail aðganginn þinn ef þú ert með slíkt.
Þú byrjar á því að skrá þig inn (Sign in) efst í hægra horninu á YOUTUBE.
Í framhaldi af því þarftu að velja “Settings”.
Þaðan færist þú yfir í “account overview”. Þar velur þú “create new channel”
Nú er komið að því að velja nafn. Væntanlega ertu með eitthvað vörumerki í huga svo þetta ætti ekki að vera flókið. Hafðu samt í huga að það er vesen að breyta þessu síðar. EF þú velur nafn sem er í notkun víða verður líka erfiðara að finna þig og þitt efni.
Nú þarf að setja inn grunnupplýsingar og lykilorð. Dæmi um slíkar upplýsingar eru frá hvaða landi þú ert. Lykilorðin eru sett inn til að auðvelda þeim sem leita að finna viðeigandi efni. Því er mikilvægt að vera með lykilorð sem eru sambærileg við þau orð sem þú notar í þínum Google auglýsingum.
Það eru tveir þættir sem þarf að sérsníða á Youtube rásinni þinni, útlitslegir þættir og lýsandi þættir – tölum fyrst um lýsandi þættina.
Upplýsingar sem þú setur inn í “about” hlutanum eru eins og flest annað sem þú setur inn, til þess að auðvelda áhugasömum að finna þig. Æskilegt er að fram komi upplýsingar um starfsgrein og þau málefni sem líklegt er að verði fjallað um. Bættu einnig inn tenglum á aðra vefi, s.s. facebook, twitter og þinn eiginn vef.
Þetta er svo auðvelt sé að þekkja þig. Æskileg stærð er 800 x 800 pixlar fyrir profile myndina.
Þá er komið að því að laga lookið – bæta inn banner image, eða Channel art. Þú þekkir þetta frá facebook sem “Cover photo”. Þetta er stóra myndin efst.
Þennan borða viltu hafa í samræmi við ásýnd vörumerkisins sem þú ert að vinna með. Meginn vandinn hér er að stærðin sem þessi borði, eða þessi mynd þarf að vera í er ekki ein ákveðin vegna þess að fólk skoðar Youtube í mismunandi tækjum – sjá mynd:
Við byrjuðum á að setja rásina (channel) þannig upp að hún sé auðfinnanleg. Það var bara byrjunin. Settu nú hvert einasta myndband inn með viðeigandi upplýsingum og merkingum svo það finnist auðveldlega og fái það áhorf sem það á skilið.
Gangi þér vel. Ef þú vilt hjálp getur þú leitað til okkar hjá VERT. Við sjáum um samfélagsmiðla fyrir viðskiptavini. Allt frá því að setja þá upp, sjá um reglulega innsetningu á efni til þess að svara fyrirspurnum og athugasemdum. Nánari upplýsingar hér eða fylltu út eftirfarandi form og við höfum samband.
*Þessar leiðbeiningar eru byggðar á enn ítarlegri leiðbeiningum frá HubSpot. Ef þú vilt ítarlegri upplýsingar getur þú fundið þær hér.
https://www.youtube.com/watch?v=j9gGkMTudvI