Minnsta í stop-motion í heimi – svalt myndband

Nokia eru rosalega stoltir af nýja N8 símanum sínum. Eitt af því sem þeir eru hvað stoltastir af eru gæði myndavélarinnar.
Einhver snillingur þróaði einhverja rosalega aðdráttalinsu á símann og Nokia vildi gera eitthvað til að sýna hve frábær þessi græja er.
Það var ekkert verið að senda út fréttatilkynningu.
Niðurstaðan varð að búin var til minnsta stop-motion mynd í heimi, þ.e. staðfest af heimsmetabók Guinness sem minnsti stop-motion karakter allra tíma (Smallest stop-motion animation character in a film).
Karakterinn er 9 mm og framleiðslan hefur tekið sinn tíma því í “making of” myndbandinu segjast þeir hafa verið að framleiða um 4 sek á dag.
Þetta er ótrúlega svalt.
Myndbandið

Nokia ‘Dot’ from Sumo Science on Vimeo.
Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig í ósköpunum þetta er gert má sjá hér afar áhugavert “making of” myndband.

The Making Of Nokia ‘Dot’ from Sumo Science on Vimeo.
 

Prev PostÁ að birta hvað sem er?
Next PostAllt er falt - líka TED fyrirlestrar

Leave a reply