Hvorum gagnast þessi frétt meira?

Ég hef áður minnst á tilraun Vífilfells til að krækja í sneið af þeirri stóru köku sem appelsín markaðurinn er fyrir jólin.
Það er óhætt að segja að Vífilfell sé ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.  Egils Appelsín er eitt fárra íslenskra vörumerkja sem maður hefur á tilfinningunni að séu ósigrandi.
Fréttastofa var með umfjöllun um málið í gær.  Þar var rætt við forstjóra Ölgerðarinnar um málið.  Ekki var rætt við neinn frá Vífilfelli – hvernig sem á því stendur.
Stóra spurningin er þessi; hvorum gagnast svona umfjöllun meira? Vífilfelli eða Ölgerðinni?  Vörumerkinu sem á markaðinn, eða vörunni sem er að koma ný inn?
Ég bendi sérstaklega á lokasetningu/atriði fréttarinnar.  Hefur hún áhrif?
Smelltu á myndina til að sjá fréttina:
Capture
Smelltu á myndina til að sjá umfjöllun Fréttastofu Stöðvar 2 – eða smelltu hér.

Prev PostÞað var kátt á Þóroddsstöðum (myndir)
Next PostHeimskulegar auglýsingar umboðsmanns skuldara

5 Comments

Leave a reply