Getur þú nefnt sterkasta íslenska vörumerkið?

Merki þar sem tengingarnar í hugum markhópsins eru sterkar, jákvæðar og einstakar.  Merki sem hefur markað sér stefnu og haldið henni.

Merki sem er skýrt aðgreint frá samkeppninni.
Þetta er ein af þessum spurningum sem á ekkert eitt rétt svar.  Spurningin á, í það minnsta, fleiri röng svör en rétt.  Hér má sjá hvernig undirritaður svaraði þessu óundirbúið í Alkemistanum (stutt myndband).
Hvaða merki finnst þér standa uppúr? Ákveddu þig áður en þú horfir.

Prev PostVandrataður vegur - allir verða að sýna ábyrgð.
Next PostFlott gert hjá Intel – myndband

3 Comments

  • Jón Haukur

    January 27, 2011 at 9:24 am

    sammála Herði…
    Áður en ég horfði var ég samt með Icelandair í huganum sem eitt sterkasta Íslenska vörumerkið..

    svgReply
  • Þóranna K. Jónsdóttir

    January 27, 2011 at 12:04 pm

    Bláa Lónið fær mitt atkvæði. Það er eitt okkar öflugasta, flottasta, best þekkta vörumerki með einstaklega jákvæðar tengingar, sérstaklega erlendis. Ekki spurning um að þar er einstakt vörumerki á ferð og stefnan hefur verið skýr frá upphafi.
    Ég hef líka haft þau forréttindi að fá innsýn inn í stjórnun þessa vörumerkis og þarna eru fagmenn fram í fingurgóma.

    svgReply
  • Mikki

    January 27, 2011 at 1:29 pm

    Egils Malt og Egils Appelsín koma fyrst upp í hugann.
    En þú rökstuttir þitt svar vel…

    svgReply

Leave a reply