Ef þú hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé æskilegt fyrir þitt fyrirtæki að byrja að nota CRM kerfi er næsta spurning einföld:
Hvenær er rétti tíminn til að taka upp CRM kerfi?
Mörg fyrirtæki ákveða að byrja smátt. Brjóta þetta niður í nokkur innleiðingarskref. Byrja á því að halda utan um sölutækifæri í kefinu, en eru svo með lista viðskiptavina í einhverju Excel skjali. Svona getur þetta gengið um tíma, en á einhverjum tímapunkti lenda allir í því að Excel skjalið dugar ekki lengur til.
Í stuttu máli er svarið einfalt – þú getur komist af án CRM kerfis um ákveðinn tíma, en stjórnun viðskiptatengla er eitt það mikilvægasta sem fyrirtæki gerir, svo því fyrr sem þú tekur málið föstum tökum, því betra. Það er betra að taka upp CRM kerfi áður en það er komið neyðarástand og fyrirtækið þitt er vaxið upp úr því að vera rekið í helling af Excel skjölum.
Verð á CRM kerfum er mjög breytilegt og vert er að hafa í huga að það hentar ekki það sama öllum. Nokkur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga:
Þrátt fyrir að það geti verið flókið að bera saman verð mismunandi kerfa þar sem ekki er rukkað eftir sama kerfi er það jákvæða í þessu að það hefur aldrei verið einfaldara að taka upp CRM kerfi og aldrei verið einfaldara að innleiða það.
Ef þú hefur áhuga á að taka upp CRM kerfi skaltu kynna þér hvað er í boði. Ef þú hefur áhuga á því að borga ekkert fyrir kerfið getur þú heyrt í VERT. VERT er vottaður samstarfsaðili HubSpot – það er m.a. CRM kerfi sem er … ÓKEYPIS… um alla tíð! 100% ókeypis kerfi – það er erfitt að toppa það.
Þú getur fundið aðrar, ekki síður áhugaverðar, greinar um CRM hér – HVAÐ ER CRM? og HVER ÆTTI AÐ NOTA CRM?
Kynntu þér kosti ókeypis CRM kerfis sem uppfyllir þarfir kröfuhörðustu viðskiptavina.
CRM kerfi HubSpot er ókeypis – að eilífu! Ekkert smáaletur.
HubSpot CRM felur í sér allt sem þú þarft til að skipuleggja, fylgjast með og næra sölutækifæri og viðskiptavini
– OG aftur, það er 100% ókeypis, um alla tíð.